• sun. 24. mar. 2024
  • Landslið
  • A karla
  • EM 2024

Mæta Úkraínu í Póllandi á þriðjudag

A landslið karla mætir Úkraínu í Póllandi á þriðjudag í úrslita-umspilsleik um sæti í lokakeppni EM 2024 í Þýskalandi í sumar.  Leikurinn fer fram á borgarleikvanginum í Wroclaw og hefst kl. 19:45 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu (og opinni dagskrá) á Stöð 2 sport.  Von er á hundruðum íslenskra stuðningsmanna á leikinn og stemmningin ætti að verða mögnuð.

Í undanúrslitum umspilsins lagði íslenska liðið sem kunnugt er lið Ísraels með fjórum mörkum gegn einu þegar liðin mættust í Búdapest, Ungverjalandi síðastliðið fimmtudagskvöld.  Sama dag unnu Úkraínumenn 2-1 sigur á Bosníumönnum, sem leiddu lengi vel en tvö úkraínsk mörk undir lokin sneru taflinu við.

A landslið karla

Ísland og Úkraína hafa mæst fjórum sinnum áður í A landsliðum karla.  Hvort lið um sig hefur unnið einu sinni, og tvisvar hafa liðin gert jafntefli.  Úkraína er sem stendur í 24. sæti styrkleikalista FIFA, en Ísland er í 73. sæti.

Fyrri viðureignir