• þri. 28. nóv. 2023
  • Mótamál
  • Dómaramál
  • Stefnumótun
  • Lög og reglugerðir

Árlegur formanna- og framkvæmdastjórafundur fór fram á laugardag

Árlegur formanna- og framkvæmdastjórafundur KSÍ var haldinn í húsakynnum sambandsins í Laugardal, laugardaginn 25. nóvember.

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, kynnti svör við þjónustukönnun sem KSÍ sendi félögum á dögunum ásamt því að fara stuttlega yfir nýja stefnumótun KSÍ. Sviðsstjóri innanlandssviðs KSÍ, Birkir Sveinsson, fjallaði um mótamál og dómaramál og Haukur Hinriksson kynnti reglugerðabreytingar og FIFA Clearing House.

Fundurinn var tekinn upp og verður hann sendur á þau félög sem þess óska. Vinsamlegast hafið samband við media@ksi.is.

Hér má nálgast erindi fundarins: 

Birkir Sveinsson - Mótamál og dómaramál

Haukur Hinriksson - Reglugerðabreytingar

Haukur Hinriksson - FIFA Clearing House

Kynningar af opnum fundi um mannvirkjamál:

Bjarni Hannesson - hvað er Hybrid gras?

Þorbergur Karlsson - Laugardalsvöllur, nauðsynlegar endurbætur

Þorbergur Karlsson - bann við innfylliefnum sem innihalda örplast