• mið. 10. jan. 2024
  • KSÍ

Klara lætur af störfum

Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ lætur af störfum að eigin frumkvæði í lok febrúarmánaðar og hverfur til annarra starfa strax þann 1. mars, hjá Landhelgisgæslu Íslands. Ráðning nýs framkvæmdastjóra er verkefni sem bíður næsta formanns KSÍ og stjórnar að loknu ársþingi KSÍ sem fer fram þann 24. febrúar næstkomandi.

Klara Bjartmarz:
,,Mér er efst í huga þakklæti á þessum tímamótum, þakklæti fyrir þau forréttindi að fá að vinna við áhugamál mitt í 30 ár. Það er ekki sjálfgefið. Ég þakka samstarfsfólki mínu hjá KSÍ fyrir þolinmæðina, vináttu og stuðning sem og öllum þeim aðilum í knattspyrnuhreyfingunni sem ég hef átt samleið með öll þessi ár. Takk fyrir mig og sjáumst á vellinum."

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ:
,,Mig langar að þakka Klöru fyrir allt sem hún hefur gert fyrir íslenska knattspyrnu. Hún er að hætta hjá KSÍ á 30 ára starfsafmæli sínu sem er núna í janúar, hefur starfað af dugnaði, samviskusemi og heilindum öll þessi ár, í gegnum súrt og sætt, og á miklar þakkir skildar. Þekking hennar og reynsla er ómetanleg og hún hefur reynst mér afar vel á þeim tíma sem ég hef verið formaður KSÍ. Takk fyrir allt, Klara."