Sjónlýsing á landsleikjum á Laugardalsvelli
Boðið verður upp á sjónlýsingu á öllum heimaleikjum A landsliða karla og kvenna í haust.
Sjónlýsingin er aðgengileg fyrir alla, bæði þá sem eru á vellinum og þá sem ná ekki að mæta á völlinn.
Sækja þarf smáforritið "Raydio - Audio Inklusion" og nota eigin heyrnatól. Einnig er hægt að hlusta á lýsinguna á netinu með því að smella hér.