Breyting á reglugerð KSÍ - Skil á leikskýrslu og sektir
Á fundi stjórnar KSÍ 18. september sl. voru samþykktar breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Aðildarfélögum KSÍ hefur verið tilkynnt um breytinguna með dreifibréfi.
Með breytingunni eru fyrirmæli um skil á leikskýrslu færð inn í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót og framkvæmdastjóra KSÍ veitt heimild til að beita félög viðurlögum sem virða ekki fyrirmæli um skil á leikskýrslu.
9. grein - Leikskýrsla
- 9.7.1 Félögum ber að fylla út leikskýrslu á innri vef KSÍ í síðasta lagi 60 mínútum fyrir leik. Þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna skal hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik.
- 9.7.2 Það er á ábyrgð heimaliðs að koma frágenginni leikskýrslu til dómara á réttum tíma.
37. grein - Sektir
- 37.7 Lið sem fer ekki eftir reglum 9. gr. um skil á leikskýrslu geta sætt sekt að upphæð allt að kr. 350.000,-.