• mið. 11. okt. 2023
  • Mótamál
  • Lög og reglugerðir

Tíðar breytingar á reglugerðum móta yngri flokka

Að breyta skipulagi og fyrirkomulagi móta er sjaldnast einfalt mál og að afar mörgu er að hyggja. Slíkum breytingum fylgja jafnan reglugerðarbreytingar sem þurfa mikla og vandaða yfirferð viðeigandi aðila. Mót yngri flokka eru þar ekki undanskilin.

Áður hefur verið fjallað um breytingar á skipulagi og fyrirkomulagi móta meistaraflokka hér á síðunni.  Hér að neðan gefur að líta samantekt á ýmsum breytingum á reglugerðum varðandi fyrirkomulag móta yngri flokka síðustu árin.

Til viðbótar við neðangreint hefur jafnt og þétt verið bætt við undanþáguákvæðum um heimild félaga að tilkynna lið í neðri styrkleika, nú síðast að heimila félögum að tilkynna 1. liðið sitt sem B-lið í 3. flokki.

2008

  • 2. flokkur - Fjölgað úr 8 liðum og í 10 lið í A og B deild karla

2009

  • 3. flokkur - Bætt við keppni C liða í 3. flokki karla

2012

  • 4. flokkur - Vísir að landsriðlum tekinn upp með því að Þór og KA var heimilað að leika í SV riðlum.

2013

  • 6. flokkur - Keppni í 6. aldursflokki var breytt þannig að keppt er í 5 manna liðum í stað 7 manna liðum áður. Samfara því var leikvöllurinn sem leikið er á minnkaður verulega.

2014

  • Stjórn KSÍ ákvað að bregðast við gríðarlegum fjölda breytinga sem eiga sér stað á leikjum, eftir að mót eru staðfest, með því að setja inn ákvæði um breytingagjald á leiki.

2015

  • 4. flokkur - Gerðar voru grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi í 4. flokki kvenna. Liðum var fækkað í A-riðli og leikin tvöföld umferð. Kom þetta til af því að mörg félög óskuðu eftir flutningi úr A-riðli samkvæmt ákvæði þar um.
  • 2. flokkur - Heimilt að nota þrjá eldri leikmenn í 2. flokki kvenna

2016

  • 5. flokkur - Stjórn KSÍ ákvað að skylda félög til að gera leikskýrslur í 5. aldursflokki líkt og gert er í eldri aldursflokkum

2017

  • 5. flokkur - Leikið í 8 manna liðum í stað 7 manna liða áður.
  • 4. flokkur - Úrslitakeppni A-liða breytt úr hraðmóti á einni helgi yfir í staka leiki á heimavöllum viðkomandi félaga á einni viku.

2018

  • 4. flokkur - 4. flokkur kvenna leikinn í þremur getuskiptum riðlum á SV landi í stað tveggja áður.

2019

  • 5. flokkur - Vísir að landsriðlum tekin upp með því að Þór og KA er heimilað að leika í SV riðlum.  Í úrslitakeppni 5. flokks karla var liðum fækkað úr 12 liðum og í 8 lið.
  • 3. flokkur - Bikarkeppnir SV og AL/NL sameinaðar í eina keppni.
  • 2. flokkur - Hætt með úrslitakeppni B-liða.

2020

  • 6. flokkur - Ákveðið var að KSÍ drægi sig út úr skipulagi mótahalds í 6. flokki, enda nægt framboð á mótum á vegum félaganna í þessum aldursflokki. KSÍ hafði staðið fyrir keppni í Polla- og Hnátumótum óslitið frá árinu 1985.
  • 5. flokkur - Gerðar voru breytingar á keppnisfyrirkomulagi í 5. flokki á þann hátt að leiktími var lengdur í 60 mínútur (úr 40 mínútum) ásamt því að leikreglum var breytt þannig að innspark væri tekið í stað þess að taka innkast til að koma bolta í leik. Leikur stöðvaður í hvorum hálfleik í 2 mínútur svo þjálfarar geti leiðbeint betur.
  • 4. flokkur - Gerðar voru breytingar á fyrirkomulagi í úrslitakeppni 4. flokks A, B og C-liða. Ekki var lengur leikið í fjögurra liða riðlum líkt og mörg undanfarin ár, þess í stað var leikið með útsláttarfyrirkomulagi. Þannig var algerlega komið í veg fyrir að markatala gæti ráðið úrslitum.  Ekki leikið lengur í sér NA riðli.  Keppni í 7 manna liðum breytt þannig að leikið er í 8 manna liðum.

2021

  • 5. flokkur - Í úrslitakeppni 5. flokks var félögum fækkað og ekki lengur leikið í fjögurra liða riðlum líkt og mörg undanfarin ár. Þess í stað var leikið með útsláttarfyrirkomulagi. Þannig var algerlega komið í veg fyrir að markatala gæti ráðið úrslitum. Svipað fyrirkomulag og tekið var upp 2020 í 4. flokki. 

2022

  • 5. flokkur - Í 5. flokki karla er tekin upp keppni í E og F-liðum.
  • 4. flokkur - Í 4. flokki karla er tekin upp keppni í D-liðum.  Bikarkeppni KSÍ tekin upp í 4. flokki.
  • 3. flokkur - Keppni A-liða í 3. flokki karla og kvenna breytt á þann hátt að leikið er í þremur lotum frá byrjun mars til loka september. Tvö efstu og neðstu lið hvers riðils flytjast á milli riðla á milli hverra lota. Sigurvegari A riðils í lotu 3 er Íslandsmeistari.
  • 2. flokkur - Bætt við einu ári í 2. fl. kvenna og mótið nefnt U20. Einnig heimilt að hafa fjóra eldri leikmenn (án aldurstakmarkana) sem hófu ekki næsta leik á undan með mfl. liði félagsins.

2023

  • 2. flokkur - Keppni A-liða í 2. flokki karla breytt á þann hátt að leikið er í þremur lotum frá byrjun mars til byrjun október. Tvö efstu og neðstu lið hvers riðils flytjast á milli riðla á milli hverra lota. Sigurvegari A riðils í lotu 3 er Íslandsmeistari.