• fös. 02. jún. 2023
  • Lög og reglugerðir
  • Mótamál

Greiðsla ferðaþátttökugjalds árin 2023-2028

Staðfest hefur verið fyrirkomulag á greiðslu ferðaþátttökugjalds fyrir árin 2023-2028 í samræmi við nýja reglugerð KSÍ um ferðaþátttökugjald árin 2023-2028.

Ferðaþátttökugjald er reiknað af mótanefnd KSÍ árlega við upphaf keppnistímabils skv. vegalengd milli leikstaða fyrir efstu deildir karla og kvenna, 1. deild karla og kvenna, 2. deild karla og kvenna, 3. deild karla, 4. deild karla og 5. deild karla. Ferðaþátttökugjaldið er reiknað út sameiginlega fyrir allar deildir (karla og kvenna) við útreikning kostnaðar hvers liðs.

Árið 2023 skal miðað við að ferðaþátttökugjald skuli greitt eigi síðar en 16. júní nk. Greiði félag ekki ferðaþátttökugjald innan tilsettra tímamarka skal það greiða sekt til KSÍ kr. 5.000,- pr. dag frá 19. júní nk. til greiðsludags.

Reglugerð KSÍ um ferðaþátttökugjald 2023-2028

Ferðajöfnunargjald 2023

Dreifibréf 4 - Ferðaþátttökugjald