• mið. 24. mar. 2004
  • Landslið

U17 karla - Sigur á Noregi í fyrsta leiknum

U17 landslið karla byrjaði vel í milliriðli EM sem hófst í kvöld, en leikið er í Sheffield á Englandi. Leikið var gegn Norðmönnum og vannst góður 2-1 sigur. Norðmenn skoruðu eina mark fyrri hálfleiks úr vítaspyrnu á 37. mínútu, en varnarmaður norska liðsins skoraði síðan sjálfsmark strax í byrjun þess síðari. Arnór Smárason skoraði sigurmark Íslands þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Næsti leikur íslenska liðsins er á föstudag gegn Englendingum, sem unnu 2-0 sigur á Armenum í fyrstu umferð.

Leikskýrslan