• fös. 26. mar. 2004
  • Landslið

Leikvellir á NM U21 kvenna

Leikvellir á Norðurlandamóti U21 landsliða kvenna hafa nú verið staðfestir, en leikið er á sjö völlum á Norðurlandi. Mótið hefst föstudaginn 23. júlí með leik Danmerkur og Svíþjóðar á Sauðárkróksvelli og leik Bandaríkjanna og Finnlands á Dalvíkurvelli. Fyrsti leikur Íslands er gegn Englandi þann sama dag kl. 16:30 á Sauðárkróksvelli. Úrslitaleikur mótsins fer fram fimmtudaginn 29. júlí kl. 16:00 á Akureyrarvelli.