• fös. 26. mar. 2004
  • Fræðsla

UEFA-ráðstefna um þjálfaramenntun

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ, mun sækja ráðstefnu á vegum UEFA um þjálfaramenntun 29. mars til 2. apríl næstkomandi. Ráðstefnan ber heitið Football Philosophies in Europe og meðal viðfangsefna er hugmyndafræðin á bak við menntun þjálfara í hverju aðildarlandi UEFA fyrir sig.