• lau. 27. mar. 2004
  • Landslið

U17 karla - Sigurmark Englendinga á lokamínútunni

Englendingar lögðu Íslendinga með einu marki gegn einu í milliriðli EM U17 landsliða karla á föstudagskvöld. Leikurinn var jafn og spennandi og barátta leikmanna gríðarleg. Sigurmark Englendinga kom eftir aukaspyrnu rétt utan teigs á lokamínútu leiksins. Síðasta umferð milliriðilsins fer fram á sunnudag, en þá mæta okkar drengir liði Armena.