• sun. 28. mar. 2004
  • Landslið

U17 karla - Ísland í öðru sæti riðilsins

U17 landslið karla hafnaði í 2. sæti milliriðilsins í EM, sem lauk á Englandi í dag. Í lokaumferðinni sigruðu okkar drengir lið Armena með tveimur mörkum gegn einu og Englendingar lögðu Norðmenn með sömu markatölu. Mörk Íslands í dag skoruðu þeir Bjarni Þór Viðarsson og Matthías Vilhjálmsson. Englendingar sigruðu í riðlinum með fullt hús stiga og leika því í lokakeppni mótsins.

Leikirnir í milliriðlinum voru vel sóttir og voru t.a.m. um 5.000 áhorfendur á viðureign Englands og Íslands, en myndin hér til hliðar er tekin á þeim leik.