• mán. 29. mar. 2004
  • Landslið

Eiður Smári ekki með gegn Albaníu

Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsfyrirliði og leikmaður enska liðsins Chelsea, verður ekki með Íslandi í vináttuleiknum gegn Albaníu á miðvikudag, þar sem hann meiddist í leik með félagsliði sínu um helgina. Ekki verður kallað á annan leikmann í staðinn og verða því aðeins 17 leikmenn í hópnum.