• mið. 31. mar. 2004
  • Landslið

Byrjunarlið Íslands gegn Albaníu

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttuleikinn gegn Albaníu í dag. Leikurinn, sem hefst kl. 18:00, fer fram á Qemal Stafa leikvanginum í Tirana og er í beinni útsendingu á Sýn.

Byrjunarlið Íslands

Markvörður: Árni Gautur Arason.

Varnarmenn: Ólafur Örn Bjarnason, Pétur Marteinsson og Ívar Ingimarsson.

Tengiliðir: Bjarni Guðjónsson, Indriði Sigurðsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Þórður Guðjónsson.

Framherjar: Heiðar Helguson og Marel Baldvinsson.