• mið. 14. apr. 2004
  • Fréttir

Niðurröðun leikja að mestu lokið

Mótanefnd KSÍ hefur unnið hörðum höndum undanfarnar vikur við að raða niður leikjum sumarsins og er þeirri vinnu nú að mestu lokið. Einungis á eftir að ákveða riðlaskiptingu í Polla- og Hnátumóti KSÍ. Margar viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á leikjum yngri flokka síðustu daga. Stefnt er að þvi að mótaskrá sumarsins fari í prentun í byrjun næstu viku. Minnt er á að sektir vegna úrsagna úr mótum hækka frá og með 15. apríl.