• mið. 13. okt. 2004
  • Landslið

Byrjunarliðið gegn Svíum

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Svíum í undankeppni HM 2006, en liðin mætast á Laugardalsvelli í kvöld. Tvær breytingar eru á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Möltu á laugardag, Pétur Marteinsson og Jóhannes Karl Guðjónsson koma inn í liðið í stað Þórðar Guðjónssonar og Arnars Viðarssonar, sem er í leikbanni. Jóhannes var í leikbanni gegn Möltu.