• mið. 03. nóv. 2004
  • Landslið

Í beinni útsendingu um alla Evrópu

Fyrri viðureign Íslands og Noregs í umspili um sæti í lokakeppni EM kvennalandsliða, sem fram fer í Egilshöll 10. nóvember næstkomandi, verður syndur í beinni útsendingu á þremur sjónvarpsstöðvum. RÚV sýnir leikinn beint hér á landi, NRK 2 í Noregi, og Eurosport mun einnig sýna leikinn í beinni útsendingu, þannig að óhætt er að segja að leikurin sé sýndur beint um gjörvalla Evrópu.