• þri. 03. maí 2005
  • Landslið

Leikdagar fyrir HM kvenna 2007 staðfestir

Leikdagar í riðli Íslands í undankeppni HM kvenna 2007 hafa verið staðfestir. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Hvíta-Rússlandi 21. ágúst hér á landi og sá næsti viku síðar gegn Svíþjóð á útivelli. Aðrar þjóðir í riðlinum eru Tékkland og Portúgal. Úrslitakeppni HM kvenna 2007 fer fram í Kína.