• mið. 25. maí 2005
  • Landslið

Byrjunarlið A kvenna gegn Skotum

Alidkv20030221
Alidkv20030221

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Skotum á McDiarmid Park í Perth í dag, miðvikudag. Fyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir er komin í liðið að nýju eftir langa fjarveru vegna meiðsla sem hún hlaut í vináttuleik sömu liða í Egilshöll í mars á síðasta ári.

Leikaðferðin er 4-4-2.

Þóra er í markinu, Guðlaug og Erla bakverðir, Katrín og Guðrún Sóley miðverðir. Dóra María og Erla Steina eru á köntunum, Edda og Laufey á miðjunni. Frammi eru Ásthildur og Margrét Lára.