• mið. 04. jan. 2006
  • Landslið

Dregið í undankeppni EM U21 landsliða 27. janúar

U21-2004-0051
U21-2004-0051

Dregið verður í undankeppni Evrópumóts U21 landsliða karla 27. janúar.  Keppnin verður með sérstöku sniði í ár þar sem UEFA hefur ákveðið að færa úrslitakeppnirnar á þau ár sem úrslitakeppnir EM og HM eru ekki.  Undankeppnin fyrir úrslitakeppnina 2007, sem leikin verður í Hollandi, fer því öll fram á árinu 2006 og skiptist í tvennt. Forkeppni þar sem 16 þjóðir leika um 8 sæti í riðlakeppni þar sem síðar leika 42 þjóðir í 14 þriggja liða riðlum.

Fimmtíu þjóðir taka þátt í undankeppninni og er þeim raðað í flokka eftir árangri í síðustu tveimur undankeppnum U21 landsliða.  Ísland mun leika í forkeppninni ásamt þeim 15 öðrum þjóðum sem eru með slakastan árangur í þessum keppnum.  Þessum 16 þjóðum er skipt í tvo flokka og er Ísland í efri flokknum og dregst gegn þjóð úr neðri flokknum.  Leikið verður heima og heiman um sæti í riðlakeppninni og á Ísland síðari leikinn á heimavelli og skal þeim leikjum lokið fyrir 30. júlí.

Efri flokkur: Wales, Ísland, Írland, Georgía, Moldavía, Makedónía, Armenía og Norður Írland.

Neðri flokkur: Malta, Eistland, Kasakstan, Aserbaíjan, San Marínó, Lúxemborg, Andorra og Liectenstein.

Sigurvegurum þessara 8 viðureigna er raðað í flokk C þegar dregið verður í riðlakeppnina sem leikin verður í  ágúst og september. Í hverjum riðli verður ein þjóð úr hverjum flokki A.B og C.

A flokkur: Portúgal, Frakkland, Ítalía, Danmörk, Þýskaland, Serbía og Svartfjallaland, Króatía, Tékkland, Spánn, Belgía, Sviss, Tyrkland, Rússland og Noregur. (Ef Ísland kemst áfram úr forkeppninni leikur það gegn einni þessara þjóða á heimavelli 2. eða 3. september).

B flokkur: Pólland, England, Svíþjóð, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Úkraína, Grikkland, Ísrael, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Bosnía-Hersegóvína, Austurríki og Litháen. (Ef Ísland kemst áfram úr forkeppninni leikur það gegn einni þessara þjóða á útivelli 16. ágúst).

C flokkur: Skotland, Lettland, Búlgaría, Finnland, Kýpur, Albanía og 8 sigurvegarar úr forkeppninni

Sigurvegarar riðlanna 14 leika í október um 7 sæti í úrslitakeppninni í Hollandi sem verður áttunda þjóðin í úrlitakeppninni og tekur því ekki þátt í undankeppninni.