• þri. 10. jan. 2006
  • Landslið

Leikið við Trinidad og Tobago 28. febrúar

Eyjólfur ásamt aðstoðarmönnum sínum
eyjolfur_bjarni_birkir_Alm2005-0607

Knattspyrnusambandið hefur samið við knattspyrnusamband Trinidad og Tobago um að leika vináttulandsleik á Loftus Road í Lundúnum þriðjudaginn 28. febrúar.

Þetta verður fyrsti landsleikur Íslands undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar landsliðsþjálfara.  Sem kunnugt er leikur Trinidad og Tobago í úrslitakeppni HM í sumar þar sem þeir eru í riðli með Englendingum, Svíum og Paraguaymönnum.