• fös. 23. maí 2008
  • Landslið

Ísland - Wales miðvikudaginn 28. maí

Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað
Marki_fagnad_N_Irland

Ísland og Wales mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 28. maí og hefst leikurinn kl. 19:35.  Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir þátttöku Íslands í undankeppni fyrir HM 2010 en fyrsti leikur íslenska liðsins í þeirri keppni er 6. september þegar Norðmenn eru sóttir heim. 

Ísland og Wales hafa leikið 5 A landsleiki karla til þessa og hafa Íslendingar farið einu sinni með sigri af hólmi.  Það var árið 1984 í undankeppni fyrir HM 1986 og lögðu þá Íslendingar Wales, 1-0, með marki Magnúsar Bergs. 

Einu sinni hafa liðin skilið jöfn en það var árið 1981 þegar að Ásgeir Sigurvinsson skoraði tvö glæsileg mörk í 2-2 jafntefli á Vetch Field.  Wales hefur aftur á móti sigrað þrisvar sinnum, síðast 1-0 í vináttulandsleik sem leikinn var í Wales árið 1991. 

Miðasala er í fullum gangi og er hægt að fá miða á forsöluafslætti ef keypt er á netinu fyrir leikdag.  Miðaverð er eftirfarandi:

Forsala til og með 27. maí

  • Sæti í rauðu svæði kr. 3.000
  • Sæti í bláu svæði kr. 2.000
  • Sæti i grænu svæði kr. 1.000

Miðaverð á leikdag 28. maí

  • Sæti í rauðu svæði kr. 3.500
  • Sæti í bláu svæði kr. 2.500
  • Sæti i grænu svæði kr. 1.500

Miðasala fer fram í miðasölukerfi frá midi.is

Börn 16 ára og yngri fá miðana með 50% afslætti.

Að kaupum loknum fær kaupandinn sendan e-miða (pdf skjal) í tölvupósti, sem hægt er að prenta út og nota sem aðgöngumiða á völlinn