• mán. 20. apr. 2009
  • Landslið

Ísland - Holland færður til kl. 16:00

Frá Kórnum, knattspyrnuhúsinu í Kópavogi
Korinn-2008

Vináttulandsleikur Íslands og Hollands í A landsliðum kvenna, sem fram fer í knattspyrnuhúsinu Kórnum næstkomandi laugardag, hefur verið færður aftur um tvær klst. og fer því fram kl. 16:00, í stað 14:00 áður. 

Breytingin er gerð vegna sjónvarpsútsendingar RÚV, en eins og landsmönnum er eflaust kunnugt um fara fram Alþingiskosningar þennan dag og því mikið um að vera hjá RÚV.  Breytingin er gerð með það að leiðarljósi að leikurinn geti verið í beinni útsendingu sjónvarpsins.