• lau. 13. feb. 2010
  • Ársþing

Stytta til minningar um Albert Guðmundsson afhjúpuð

Frá afhjúpun af styttu til minningar um Albert Guðmundsson
Stytta2

Í kvöld var afhjúpuð stytta til minningar um Albert Guðmundsson en styttan stendur fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ.  Það var Albert Guðmundsson, langafabarn Alberts, sem afhjúpaði styttuna.  Við þetta tilefni flutti Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, stutta tölu og sagði meðal annars:

"Langt er síðan fram kom hugmynd um að reisa styttu í minningu um Albert Guðmundsson fyrsta atvinnumann Íslands í knattspyrnuog gekk Halldór Einarsson þar fremstur í flokki. Það var síðan 2008 að Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson borgarstjóri kom að máli við mig um að reisa styttuna. KSÍ setti styttunefnd á laggirnar til verksins haustið 2008. Í henni hafa setið Ingi Björn Albersson, formaður, Jóhann Albertsson, Jón Gunnlaugsson, Júlíus Hafstein og Halldór Einarsson.

Albert Guðmundsson varð fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í knattspyrnu þegar hann skrifaði undir samning við franska 1. deildarfélagið Nancy 29. júlí 1947.  Þegar horft er yfir knattspyrnusöguna er Albert að margra mati fremsti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi og sá sem lengst hefur náð.

Albert ólst upp hjá Val, en lék síðar með ÍBH þegar hann snéri heim úr atvinnumennsku. Ferill Alberts erlendis er einkar glæsilegur – hann lék með Glasgow Rangers í Skotlandi, Arsenal í Englandi,Nancy í Frakklandi, AC Milan á Ítalíu, Racing Club í Frakklandi og að síðustu Nice í Frakklandi.

Albert var formaður KSÍ 1968 – 1973 og býr knattspyrnuhreyfingin enn að störfum hans á þeim vettvangi.

Listamaður verksins er Helgi Gíslason en einnig kom landslagsarkitektinn Reynir Vilhjálmsson að staðsetningu verksins. Ég þakka Helga fyrir gott samstarf og þann mikla áhuga sem hann hefur sýnt þessu verki.

Ég þakka styttunefndinni og framkvæmdastjóra KSÍ góð störf og vil nú biðja Albert Guðmundsson, afkoma Alberts, son Kristbjargar Helgu Ingadóttur og Guðmundar Benediktssonar, ungan og efnilegan knattspyrnudreng að afhjúpa styttuna."

Frá afhjúpun af styttu til minningar um Albert Guðmundsson