• lau. 12. feb. 2011
  • Ársþing

Ýr Sigurðardóttir og Fylkir hlutu Jafnréttisverðlaun

Frá 65. ársþingi KSÍ
KSI_08

Ýr Sigurðardóttir og knattspyrnudeild Fylkis fengu afhent Jafnréttisverðlaun á 65. ársþingi KSÍ sem fram fer á Hilton Nordica Hótel. 

Ýr Sigurðardóttir  fyrir frumkvöðlastarf í tengslum við verkefnið  „Fótbolti fyrir alla“.  Verkefnið hóf göngu sína vorið 2010 og er ætlað fyrir börn með sérþarfir sem geta ekki nýtt sér hefðbundið barna- og unglingastarf vegna fötlunar eða þroskafrávika og er markmiðið að allir njóti boltans með sínu lagi. Leikmenn meistaraflokks kvenna og 2.fl.kvenna hjá Stjörnunni hafa aðstoðað Ýri við æfingarnar.

 Knattspyrnudeild Fylkis fyrir verkefni fyrir 14-16 ára stráka og stelpur sem nefnist Sportklúbburinn.   Þátttaka í klúbbnum kostar ekkert og geta þau mætt og spilað m.a. fótbolta þegar þau vilja en hópurinn er með tíma 2-3x í viku. Einnig hefur hópurinn farið í heimsókn á Akranes og spilað við heimamenn í fótbolta.  Verkefnið hefur verið í gangi í 3 ár og gengið vel.  

Frá 65. ársþingi KSÍ

Frá 65. ársþingi KSÍ