• mán. 08. ágú. 2011
  • Agamál

Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfestir fyrri úrskurð

Víkingur Ólafsvík
vikingur-gulur

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir áfrýjun Víkings Ólafsvík gegn Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ þar sem þjálfari Víkings Ól. var dæmdur í þriggja leikja bann.  Áfrýjandi krafðist þess að leikbannið yrði stytt.  Það er hinsvegar skoðun áfrýjunardómstólsins að ekkert hafi komið fram sem þykir gefa tilefni til að milda ákvörðun Aga- og úrskurðarnefndar, og er því þriggja leikja bann staðfest.

Úrskurðurinn