• mán. 26. sep. 2011
  • Dómaramál

Norræn dómaraskipti - Guðrún Fema og Rúna Kristín til Noregs

Fyrsta íslenska kvendómaratríóið er dæmir landsleik á Íslandi .  Dómari Guðrún Fema Ólafsdóttir, AD1 Marína Ósk Þórólfsdóttir, AD2 Birna H. Bergstað Þórmundsdóttir
Kvendomaratrio 18 juli 2009

Guðrún Fema Ólafsdóttir og Rúna Kristín Stefánsdóttir munu halda til Noregs á næstu dögum og starfa þar við leik Stabæk og Klepp í efstu deild kvenna, 2. október næstkomandi.  Guðrún Fema mun dæma leikinn og Rúna Kristín verður annar aðstoðardómara leiksins.  Þetta verkefni er hluti af samstarfi knattspyrnusambandanna á Norðurlöndunum í norrænum dómaraskiptum. 

Stabæk, sem eru ríkjandi meistarar, eru í 3. sæti deildarinnar í Noregi en Klepp er í 7. sæti.  Leikið verður á Naddrud vellinum í Bærum.

Þetta er í fyrsta skiptið sem kvendómarar eru hluti af þessu verkefni af Íslands hálfu og er það til marks um að konur eru sífellt að auka hlut sinn í dómgæslu hér á landi.