• mið. 21. feb. 2024
  • Ársþing
  • Dómaramál

Valur, Stjarnan og Tindastóll hljóta Drago stytturnar

Árlegar viðurkenningar KSÍ fyrir háttvísi og prúðmennsku til liða eru jafnan afhentar í aðdraganda ársþings. 

Drago-stytturnar eru veittar prúðustu liðunum í efstu deildum karla og kvenna (Bestu deildum) á grundvelli gulra og rauðra spjalda.

Valur og Stjarnan eru hnífjöfn í Bestu deild karla og fá bæði Drago-styttuna fyrir árið 2023. Drago-styttuna fyrir árið 2023 í Bestu deild kvenna hlýtur Tindastóll.

Á myndinni eru Guðmundur Kristjánsson frá Stjörnunni og Birkir Sveinsson frá KSí