• þri. 20. feb. 2024
  • Ársþing
  • Dómaramál

Fyrirmyndarfélag í dómaramálum 2023 er FH

Ýmsar árlegar viðurkenningar eru jafnan afhentar í aðdraganda ársþings KSÍ og á ársþinginu sjálfu eftir atvikum.

Dómaraverðlaunum KSÍ er skipt upp í tvo flokka: Fyrirmyndarfélag í dómaramálum og Hvatningarverðlaun í dómaramálum.

Fyrirmyndarfélag í dómaramálum árið 2023 er FH

FH undir styrkri stjórn Steinars Stephensen dómarastjóra félagsins hefur um árabil staðið sig mjög vel í að búa til nýja dómara. Með því að nýta reynsluna sem myndast af öflugu starfi til langs tíma verður til umgjörð þar sem dómarar endast í starfi. KSÍ hefur notið góðs af þessu og á hverju ári ganga dómarar úr FH til liðs við ört vaxandi hóp KSÍ dómara þar sem verkefnum fjölgar ár frá ári.

Á myndinni eru Steinar Stephensen frá FH og Þóroddur Hjaltalín starfsmaður í dómaramálum hjá KSÍ