• mið. 22. feb. 2023
  • Dómaramál
  • Ársþing

FH og Fylkir hljóta Dómaraverðlaun KSÍ 2022

Ýmsar árlegar viðurkenningar eru jafnan afhentar í aðdraganda ársþings KSÍ og á ársþinginu sjálfu eftir atvikum.  

FH og Fylkir hljóta Dómaraverðlaun KSÍ 2022 en þeim er nú í fyrsta sinn skipt upp í tvo flokka: Fyrirmyndarfélag í dómaramálum og Hvatningarverðlaun í dómaramálum. 

Fyrirmyndarfélag:  FH

FH undir öruggri stjórn Steinars Stephensen dómarastjóra félagsins hefur um árabil staðið sig mjög vel í að búa til nýja dómara og búa til umgjörð þar sem þeir endast í starfi. KSÍ hefur notið góðs af þessu starfi og á hverju ári ganga dómarar úr FH til liðs við ört vaxandi hóp KSÍ dómara þar sem verkefnum fjölgar ár frá ári.

Hvatningarverðlaun:  Fylkir

Fylkir undir forystu Sigurðar Þ. Þorsteinssonar dómarastjóra félagsins hefur tekið stór skref í að efla umgjörð dómgæslu í félaginu byggja upp öfluga sveit dómara. Það verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi vexti í dómarastarfi Fylkis.

Mynd efst (Fylkir.is):  Sigurður Þ. Þorsteinsson frá Fylki og Magnús Már Jónsson dómarastjóri KSÍ.

Mynd hér að neðan:  Steinar Stephensen frá FH og Magnús Már Jónsson dómarastjóri KSÍ.