• þri. 23. feb. 2021
  • Ársþing
  • Dómaramál

KDN hlýtur dómaraverðlaun KSÍ

Knattspyrnudómarafélag Norðurlands (KDN) hlýtur dómaraverðlaun KSÍ fyrir árið 2020.  Þetta var samþykkt á fundi stjórnar KSÍ þann 18. febrúar.

KDN hefur m.a. séð um framkvæmd Kjarnafæðismótsins undanfarin ár með miklum sóma. Í félaginu er öflugur hópur dómara, frábær félagsskapur sem leggur mikla áherslu á liðsheildina, gleðina og ánægjuna sem felst í því að starfa við knattspyrnu og knattspyrnuleiki.