• þri. 27. mar. 2012
  • Dómaramál

Vilhjálmur og Andri til Sviss

UEFA
uefa_merki

 

Tveir íslenskir dómarar eru á leiðinni til  Sviss þar sem þeir sækja námskeið fyrir unga og efnilega dómara.  Námskeiðið er á vegum UEFA og kallast “CORE” (Centre Of Refereeing Excellence).  Er hér um að ræða áætlun um þjálfun og menntun dómara á aldrinum 25 - 30 ára. Íslendingarnir sem fara til  Sviss eru dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og aðstoðardómarinn Andri Vigfússon

Verða þeir  í Sviss frá 28. mars til 5. apríl  við þjálfun og kennslu auk þess sem þeir starfa við dómgæslu í deildarkeppni í Sviss.