• þri. 12. jún. 2012
  • Landslið

U21 karla - Leikið við Noreg í dag

Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011
2011-U21-karla-Byrjunarlidid-gegn-Belgiu

Strákarnir í U21 mæta Norðmönnum í dag í undankeppni EM og fer leikurinn fram í Drammen.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Sport.

Þessi lið mættust í sömu keppni í september á síðasta ári og höfðu þá Norðmenn betur á Kópavogsvelli, 0 - 2.

Íslendingar eru í neðsta sæti riðilsins en Norðmenn í því öðru og geta með sigri komist nær Englandi sem eru í efsta sætinu.

Riðillinn