• sun. 08. júl. 2012
  • Dómaramál

Birna og Bríet dæma á Opna Norðurlandamótinu hjá U16 kvenna

Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

Stelpurnar í U16 landsliðinu eru ekki einu fulltrúar Íslands á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi.  Tveir íslenskir dómarar eru þar einnig en þetta eru þær Birna Bergstað Þórmundsdóttir og Bríet Bragadóttir.

Mótið fer fram í Norður Noregi og er leikið í tveimur riðlum, Íslendingar eru í riðli með Finnum, Svíum og Frökkum en í hinum riðlinum leika Þjóðverjar, Norðmenn, Danir og Hollendingar.  Þetta mót verður því góð og mikilvæg reynsla fyrir þær Birnu og Bríeti.