• mán. 01. okt. 2012
  • Landslið

U17 karla - Byrjunarliðið er mætir Norðmönnum

U17 landslið karla
ksi-u17karla

Strákarnir í U17 mæta Norðmönnum í dag en leikurinn er liður í undankeppni EM og er leikið á Möltu.  Þetta er annar leikur strákanna en fyrsta leiknum töpuðu þeir, 4 - 2, gegn Portúgölum á meðan Norðmenn lögðu heimamenn, 2 - 1. 

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það þannig skipað:

Markvörður: Hlynur Hlöðverðsson

Vinstri bakvörður: Sindri Scheving

Hægri bakvörður:  Bjarki Hilmarsson

Miðverðir: Gauti Gautason og Samuel Kári Friðjónsson

Tengiliðir:  Max Odin Eggertsson, Alexander Helgi Sigurðarson og Eggert Georg Tómasson

Hægri kantur:  Sigurður Grétar Benonýsson

Vinstri kantur: Ásgeir Sigurgeirsson 

Framherji: Albert Guðmundsson

Leikurinn hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA.