• fös. 25. jan. 2013
  • Landslið

A kvenna - Vináttulandsleikur gegn Svíum 6. apríl

Thjodsongur
Thjodsongur

Knattspyrnusambönd Íslands og Svíþjóðar hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik ytra 6. apríl næstkomandi.  Leikið verður í Växjö en á þeim velli mun íslenska liðið leika tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppni úrslitakeppni EM í sumar.

Ísland og Svíþjóð hafa mæst ellefu sinnum hjá A landsliðum kvenna og hefur íslenska liðið einungis farið með sigur af hólmi, einu sinni hefur orðið jafntefli en Svíar hafa haft yfirhöndina níu sinnum.  Eini sigurleikur Íslendinga kom á Algarvemótinu árið 2011.

Þá eru ráðgerðir sjö leikir hjá íslenska liðinu fyrir úrslitakeppnina í sumar.  Fjórir leikir verða leiknir á Algarvemótinu í mars, þar sem Svíar verða einnig á meðal mótherjanna, ásamt því að leikið verður við Dani og Skota í júní.  Fyrsti leikur Íslands í úrslitakeppninni er svo gegn Noregi, 11. júlí.