• mán. 28. jan. 2013
  • Ársþing

Tillögur á ársþingi KSÍ 2013

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

67. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Nordica Hótel 9. febrúar nk. Kjörbréf og önnur þinggögn hafa verið póstlögð til héraðssambanda og íþróttabandalaga.  Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar og gögn:

1.         Tillögur

Hér að neðan eru þær tillögur sem KSÍ hefur borist og teknar verða til afgreiðslu á ársþinginu. Tillögurnar eru sendar bæði til héraðssambanda og íþróttabandalaga sem og til allra félaga sem hafa verið þátttakendur í knattspyrnumótum á vegum KSÍ sl. ár. Þess er vænst að tillögunum sé komið sem fyrst til væntanlegra þingfulltrúa, þannig að þeir hafi tök á að kynna sér þær vel áður en á ársþing er komið.

7.  Lagabreytingartillaga - Fulltrúafjöldi á ársþingi

8.  Breyting á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót - Úrslitakeppni 5. flokks

2.         Kjörbréf

Kjörbréf hafa verið send til héraðssambanda og íþróttabandalaga og er þess óskað að þau verði fyllt út með nöfnum fulltrúa og varafulltrúa og afrit faxað til KSÍ í síðasta lagi 4. febrúar nk. Óskað er eftir að allir aðilar tryggi að svo verði gert. Upplýsingar um fjölda fulltrúa má sjá hér að neðan.

Fjöldi þingfulltrúa

3.         Dagskrá

Þingið verður sett kl. 11:00 laugardaginn 9. febrúar og gert er ráð fyrir að því ljúki um kl. 16:00 sama dag. Öllum þingfulltrúum er hér með boðið til sameiginlegs kvöldverðar og skemmtunar sem hefst kl. 19:30 á Reykjavík Hótel Natura.  Á undan verður boðið upp á fordrykk frá kl. 18:30 á sama stað. (Þingfulltrúum er boðið til kvöldverðar en félög geta keypt miða fyrir fleiri gesti –hafið samband við Ragnheiði 510-2905, ragnheidur@ksi.is).

4.         Skuldir

Yfirlit yfir fjárhagsstöðu hafa verið send til aðildarfélaga.  Þau félög sem skulda eru beðin um að greiða skuldina eða semja um greiðslu hennar fyrir 4. febrúar nk. því eins og fram kemur í lögum KSÍ, geta þau félög sem skulda KSÍ ekki átt fulltrúa á ársþingi.

5.         Gisting

Hilton Nordica býður þingfulltrúum og þinggestum gistingu sem hér greinir:

Eins manns herbergi með morgunverði kr. 12.900.- pr. nótt
Tveggja manna herbergi með morgunverði kr. 14.900.- pr. nótt

Sambandsaðilar skulu sjálfir panta herbergi í síma 444-4000 eða á póstfang go@icehotels.is,  þegar það er gert skal vísað til þess að það sé gert í tengslum við þingið.