• lau. 09. feb. 2013
  • Ársþing

Sigmundur Ó. Steinarsson fékk viðurkenningu

Sigmundur Ó. Steinarsson
Sigmundur-O.-Steinarsson

Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyrir árið 2012 hlýtur Sigmundur Ó. Steinarsson.  Sigmundur er knattspyrnuáhugafólki vel kunnur, enda hefur hann fjallað um knattspyrnu í áratugi, lengst af sem blaðamaður á Morgunblaðinu og yfirmaður íþróttadeildar þar.

KSÍ fékk Sigmund til að rita sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu og gefa það út við upphaf og lok 100. Íslandsmótsins, sem fram fór á liðnu ári.  Sagan er sögð í tveimur bindum.  Fyrra bindið inniheldur söguna frá 1912 til 1965 og hið síðara fjallar um árin 1966 til og með mótinu 2011.

Sigmundur vann þarna ómetanlegt starf við varðveislu íslenskrar knattspyrnusögu.  Brennandi áhugi hans á viðfangsefninu, reynsla og þekking, skila sér vel í báðum bindum.