• mið. 05. jún. 2013
  • Dómaramál

Þýskir dómarar á Ísland - Slóvenía

Felix Zwayer
Felix-Zwayer

Það verður dómarakvartett frá Þýskalandi sem verður við stjórnvölinn þegar Ísland tekur á móti Slóveníu í undankeppni HM.  Dómarinn heitir Felix Zwayer og aðstoðardómarar hans verða Detlef Scheppe og Mike Pickel.  Fjórði dómari er svo Christian Dingert.  Dómaraeftirlitsmaður verður Leslie Irvine frá Norður Írlandi en eftirlitsmaður leiksins kemur frá Liechtenstein og heitir Otto Biedermann.

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. júní og hefst kl. 19:00.  Miðasala er í fullum gangi í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.