• fös. 05. júl. 2013
  • Dómaramál

Gunnar Jarl dæmir í Finnlandi

Gunnar Jarl Jónsson
Gunnar-Jarl

Gunnar Jarl Jónsson mun, þriðjudaginn 9. júlí, dæma leik TPS Turku frá Finnlandi og AS Jeunesse Esch frá Lúxemborg í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA.  Þetta er seinni viðureign liðanna en Jeunesse Esch vann fyrri leikinn, fremur óvænt, 2 - 0.

Aðstoðardómarar Gunnars í þessum leik verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Birkir Sigurðarson og varadómari verður Örvar Sær Gíslason.