• fim. 11. júl. 2013
  • Dómaramál

Hinn enski Sebastian Stockbridge starfar á þremur leikjum

Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

Enski dómarinn Sebastian Stockbridge mun á næstu dögum starfa á þremur leikjum í íslensku deildar keppninni.  Hann mun dæma leik Þróttar og KA á morgun, föstudaginn 12. júlí og sömuleiðis dæmir hann leik Fjölnis og Leiknis sem fer fram 16. júlí.  Báðir þessir leikir eru í 1. deild karla og einnig verður hann aðstoðardómari á leik Keflavíkur og Breiðabliks í Pepsi-deild karla, sunnudaginn 14. júlí.

Þessi verkefni eru liður í samstarfsverkefni á milli Knattspyrnusambanda Íslands og Englands.

Sebastian Stockbridge hefur verið að dæma í neðri deildum í Englandi en mun dæma í hinni vanmetnu Championship deild á næsta keppnistímabili sem er næst efsta deild þar í landi.