• mán. 04. nóv. 2013
  • Dómaramál

Landsdómararáðstefna fór fram laugardaginn 2. nóvember

Landsdomararadstefna-2.-november

Landsdómarar KSÍ hittust laugardaginn 2. nóvember, fóru yfir nýliðið keppnistímabil og hófu undirbúninginn fyrir það næsta.  Ýmsir fyrirlestrar voru haldnir sem og farið var yfir æfingar vetrarins hjá dómurum.  Skoðaðar voru innlendar og erlendar klippur og gengust dómarar undir próf úr því efni.

Það er því hægt að segja að undirbúningur fyrir keppnistímabilið 2014 sé nú hafinn hjá dómurum enda hefjast æfingar í vikunni.