• mán. 18. nóv. 2013
  • Landslið

Æft var á keppnisvellinum í dag

Maksimir

Íslensku strákarnir æfðu í dag á Maksimir vellinum í Zagreb en þar leika Króatía og Ísland í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM á næsta ári.  Leikurinn hefst kl. 19:15 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hjá RÚV.

Völlurinn er í þokkalegu ásigkomulagi og mikill fjöldi fjölmiðlamanna fylgdust með byrjun æfingunnar.  Samkvæmt upplýsingum frá heimamönnum þá hafa selt um 11.000 miðar á leikinn og búast þeir við um 25.000 manns á völlinn á morgun sem tekur um 35.000 manns í sæti.

Allir leikmenn tóku þátt á æfingunni, að Kolbeini Sigþórssyni undanskildum, og fer vel um hópinn í Zagreb.