• lau. 15. feb. 2014
  • Ársþing

Fram fékk Grasrótarverðlaun KSÍ

Arsthing-KSI-2014---Fram---Grasrotarverdlaun

Fram hlaut sérstaka viður-kenningu fyrir besta grasrótarverkefni ársins 2013.  Veturinn 2012-2013 hóf Knattspyrnudeild Fram tilraun með að bjóða upp á fótboltaæfingar á leikskólatímum fyrir börn á leikskólaaldri, þannig að börnin myndu æfa á þeim tímum dagsins sem þau voru í leikskólanum, en ekki seinnipart dags. 

Unnið var að verkefninu í samstarfi við leikskóla í Grafar-holti og aðra hagsmunaaðila og voru móttökur alls staðar góðar.  Verkefnið gekk afar vel og iðkendum á þessum aldri fjölgaði úr 30 í rúmlega 100.  Áframhald er á verkefninu veturinn 2013-2014 og hafa önnur íþróttafélög og leikskólar annars staðar sýnt verkefninu áhuga.