• þri. 18. feb. 2014
  • Ársþing

Guðni Kjartansson og Jón Gunnlaugsson fengu Heiðurskross KSÍ

Jón Gunnlautsson og Guðni Kjartansson fengu heiðurskross KSÍ á 68. ársþingi KSÍ
Jon-Gull-og-Gudni-Kjartans

Á 68. ársþingi KSÍ sem haldið var á Akureyri um nýliðna helgi, voru þeir Guðni Kjartansson og Jón Gunnlaugsson sæmdir Heiðurskrossi KSÍ. 

Heiðurskross þessi, sem er æðsta heiðursmerki KSÍ, veitist aðeins undir alveg sérstökum kringumstæðum þeim, sem unnið hafa knattspyrnuíþróttinni ómetanlegt gagn.

Guðni Kjartansson

Guðni er íþróttakennari að mennt, er með KSÍ-A þjálfaragráðu, er án nokkurs vafa einn reynslumesti þjálfarinn í íslensku knattspyrnunni og hefur stjórnað flestum landsliðum Íslands, m.a. A-landsliði karla, auk þess sem hann stjórnaði U19 landslið karla um árabil.  Guðni var valinn íþróttamaður ársins árið 1973, fyrstur allra knattspyrnumanna.  Hann á að baki 31 A-landsleik sem leikmaður fyrir Ísland á árunum 1967-1973 og var fyrirliði í 7 leikjum.

Guðni hefur alls komið að 339 verkefnum á vegum landsliða Íslands!

http://85.116.64.51/1973-gudni-kjartansson/

http://www.ksi.is/mot/motalisti/felagsmadur/?pLeikmadurNr=91454&pListi=4

Jón Gunnlaugsson

Jón Gunnlaugsson var leikmaður með ÍA á árunum 1968-1982 og lék 5 A-landsleiki fyrir Íslands hönd á árunum 1974-1977. Jón gegndi þjálfarastörfum og þjálfaði m.a. Völsung á Húsavík í 2. deild 1981. Hann í stjórn Knattspyrnufélags Akraness 1966-1970, í stjórn knattspyrnuráðs Akraness á árunum 1971 1978 með hléum og var fyrsti formaður Knattspyrnufélags ÍA 1986 eftir endurskipulagningu knattspyrnufélaganna á Akranesi, auk þess að sitja í stjórn Íþróttabandalags Akraness 1988-1996.  Jón sat í stjórn Knattspyrnusambands Íslands frá 1990 til 2011 og var m.a. ritari stjórnar, auk þess að sitja í í fjölmörgum nefndum á vegum KSÍ.

http://www.ksi.is/mot/motalisti/felagsmadur/?pLeikmadurNr=58519&pListi=4

Jón Gunnlautsson og Guðni Kjartansson fengu heiðurskross KSÍ á 68. ársþingi KSÍ