• fös. 14. nóv. 2014
  • Dómaramál

Wolfgang Stark dæmir í Plzen

Wolfgang Stark
StarkW

Það verður Þjóðverjinn Wolfgang Stark sem dæmir leik Tékklands og Íslands í undankeppni EM sem leikinn verður í Plzen á sunnudaginn.  Þessi reyndi dómari, sem m.a. dæmdi í úrslitakeppni HM 2010 og EM 2012, er að fara af lista FIFA yfir alþjóðlega dómara og því ekki loku fyrir það skotið að þetta verði hans síðasti alþjóðlegi leikur.  Hans fyrsti alþjóðlegi leikur var hinsvegar árið 1999 þegar KR tók á móti Kilmarnock á Laugardalsvelli.

Aðstoðardómarar hans verða Mike Pickel og Thorsten Schiffner og aukaaðstoðardómarar þeir Christian Dingert og Daniel Siebert.  Varadómari verður Markus Haecker en allir koma þeir frá Þýskalandi.