• fim. 20. ágú. 2015
  • Landslið

Vegleg dagskrá fyrir íslenska stuðningsmenn í Amsterdam

Tólfan
tolfan

Stuðningssveitin Tólfan hefur skipulagt veglega dagskrá fyrir íslenska stuðningsmenn í tengslum við leik Hollands og Íslands í undankeppni EM karlalandsliða 2016, en liðin mætast í Amsterdam þann 3. september.  

Í tilkynningu frá Tólfunni segir m.a. "Stærsta Íslendingaveisla sem haldin hefur verið á meginlandi Evrópu mun senn líta dagsins ljós og er eftirvænting ferðalanga svo sannarlega farin að gera vart við sig."   Á leikdegi er ætlunin að Íslendingar taki yfir Dam-torg og máli Amsterdam í bláum lit.

Allar upplýsingar er að finna á Facebook-síðu Stuðningssveitarinnar Tólfunnar (Stuðningssveitin Tólfan).