• fös. 05. feb. 2016
  • Ársþing

Rekstur KSÍ í samræmi við áætlun

Skyrsla stjornar

Rekstur KSÍ á árinu 2015 var í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun á ársþingi 2015. Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2015 námu 1.112 milljónum króna samanborið við 1.067 milljónir króna árið á undan. 

Hækkun rekstrartekna skýrist fyrst og fremst af auknu framlagi frá FIFA. 

Rekstrarkostnaður KSÍ var um 956 milljónir króna og hækkar frá fyrra ári um 46 milljónir króna sem skýrist af hækkun á kostnaði við landslið, fræðslustarfsemi og við rekstur sambandsins. 

Rekstrarhagnaður ársins nam 156 milljónum króna, en áætlanir gerðu ráð fyrir 144 milljóna króna hagnaði. Að teknu tilliti til fjármagnsliða var hagnaður KSÍ 157 milljónir króna. 

Styrkir og framlög til aðildarfélaga námu á árinu 147 milljónum króna vegna sjónvarps- og markaðsréttinda, styrkja til barna- og unglingastarfs, leyfiskerfis og fleira og er í samræmi við það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. 

Að teknu tilliti til styrkja og framlaga til aðildarfélaga var hagnaður KSÍ um 11 milljónir króna á árinu 2015. Eignir námu 581 milljón króna en þar af var handbært fé 152 milljónir. Eigið fé KSÍ var 221 milljón króna í árslok 2015. 

Skýrsla stjórnar á Issuu-formi.

Skýrsla stjórnar á PDF formi.

Ársreikningur 2015. 

Fjárhagsáætlun 2016.