• fim. 09. feb. 2017
  • Ársþing

Hörður Magnússon hlýtur Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016

Fjolmidlaverdlaun-KSI-2016---Hordur-Magnusson--0003

Hörður Magnússon hefur um áralangt skeið flutt fréttir sem tengjast knattspyrnu sem og lýst ógrynni leikja í beinni útsendingu og séð um markaþætti úr fótboltanum. 

Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum. Hörður átti sjálfur glæsilegan feril á knattspyrnuvellinum en hann lék á sínum tíma með FH og Val en í 264 leikjum skoraði hann 143 mörk. Hörður lék einnig 9 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði þar eitt mark. 

Hörður hlýtur því Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016.

Á myndinni má sjá Hörð taka við verðlaununum en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, afhentu verðlaunin.