• fös. 02. feb. 2018
  • Ársþing

Traust fjárhagsstaða

Arsskyrsla-Forsida

Rekstur KSÍ á árinu 2017 var að mestu leyti í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun. Rekstrartekjur sambandsins á árinu 2017 námu 1.379 mkr. en áætlun gerði ráð fyrir 1.356 mkr. 

Rekstrarkostnaður KSÍ var 1.279 mkr. eða um 59 mkr. yfir áætlun. Rekstrarhagnaður ársins fyrir fjármagnsliði og ráðstöfun til aðildarfélaga nam um 101 mkr. 

Á árinu ráðstafaði KSÍ 179 mkr. beint til aðildarfélaga vegna styrkja til barna- og unglingastarfs, leyfiskerfis, mannvirkja o.fl. 

Eigið fé KSÍ var 539 mkr. í árslok 2017. 

Rekstur KSÍ er í jafnvægi og fjárhagsstaðan er traust.


Skýrsla stjórnar á ISSUU formi (með ársreikningi)

Skýrsla stjórnar á PDF formi (með ársreikningi)

Fjárhagsáætlun 2018

Skýrslur nefnda KSÍ á PDF formi